Sætækni ehf hefur unnið að allmörgum verkefnum við landtengingu skipa í höfnum. Hér má sjá þau helstu.

Hafnarfjarðarhöfn – framkvæmdaáætlun
1. áfangi

Sætækni ehf hefur undanfarið unnið í samræmi við framkvæmdaáætlun fyrir Hafnarfjarðarhöf. Verkefnið hefur farið í gegnum RFI og síðan útboð og hefur nú verið skrifað undir samninga við Orkuvirki um uppsetning gámalausna á Hvaleyrar- og Suðurbakka. Sætækni ehf hefur verið leiðandi í þessu frumkvöðlastarfi hér á Íslandi.

Hægt er að lesa nánar um 1. áfanga í pistli hér.

Hafnarfjarðarhöfn – framkvæmdaáætlun næstu 5 árin

Sætækni ehf vann árið 2020 fyrir Hafnarfjarðarhöfn 5 ára áætlun um hvernig framkvæmdir munu verða við frekari rafvæðingu Hafnarinnar. Áætlunin var sett fram í „Greinargerð um framkvæmdir Hafnarfjarðarhafnar við landtengingar ári 2020 til 2021. Drög III“. Þessa greinargerð má nálgast hér.

Faxaflóahafnir – Áfangaskýrsla 2019. Rafmagnsmál – greining

Á vormánuðum 2019 skilaði Sætækni ehf af sér skýrslu til Faxaflóahafna og ber hún heitið Faxaflóahafnir – landtengingar. Í skýrslunni er fjallað um rafmagnsmál og greiningu. Skýrslan fjallar nokkuð ítarlega um þarfir viðskiptavina Faxaflóahafna varðandi landtengingar, t.d. hvað þau þurfa mikið afl, hver er hentug spenna og hvaða raftíðni er um borð í skipum. Einnig er farið yfir áhrif jarðefnaeldsneytis á loftgæði og rætt um gróðurhúsaáhrif. Fjallað er um hvað hefur verið skrifað um landtengingar skipa í íslenskum höfnum. Skoðaðir eru möguleikar á því að bæta búnað fyrir landtengingu um borð í skipum. Gerð er grein fyrir því hvaða möguleikar eru í landi til að bæta tengingar með áherslu á háspennu-tengingar. Sagt er frá háspennutengingum í höfnum heimsins og yfirlit um það tekið saman í töflu. Sagt er frá því hvað aðrir eru að gera, bæði innanlands og erlendis, og tekin dæmi um það. Í skýrslunni er einnig fjallað um aðra orkugjafa eins og vetni.

Vinna í þessu verkefni hófst haustið 2016 með gagnaöflun og lauk vorið 2019.

Hægt er að nálgast skýrsluna hér: Faxaflóahafnir áfangaskýrsla 2019.

Hafnarfjarðarhöfn – landtengingar

Sætækni ehf tók að sér fyrir Hafnarfjarðarhöfn að kanna hvernig betur mætti nýta núverandi landtengibúnað og hugsanlega gera endurbætur á honum. Einnig voru nokkrir umhverfisþættir skoðaðir eins og hávaði frá skipum, radarar og hitaveita.

Skýrsluna má nálgast hér: Hafnarfjarðarhöfn – Landtengingar o.fl.

Faxaflóahafnir – Raftenging skipa

Faxaflóahafnir sf hafa gert átak í því að raftengja skip sem koma í höfn. Árið 2015 var Sætækni ehf fengið til að veita ráðgjöf um þarfir skipa og mögulegar úrbætur varðandi landtengingu. Í stuttu máli má segja að aðgengi að rafmagns-tenglum hjá Faxaflóahöfnum er mikið og frágangur og þjónusta til fyrirmyndar.

Næstu framfaraskref eru að skapa möguleika á landtengingu við 440V og 60 rið en nær öll nýrri skip eru með þannig rafmagn.

Staða varðandi stærri notendur eins og farþegaskip var skoðuð og ljóst að fjárfesting í landtengibúnaði fyrir þau yrði mjög mikil en fjárhagsleg arðsemi lítil.