Verkefni við viðhald, endurbætur og nýsmíði

Sætækni ehf hefur unnið að fjölda verkefna við viðhald, endurbætur og nýsmíði skipa um langt árabil.

Hafnarfjarðarhöfn – Lóðsbáturinn Þróttur

Lóðsbáturinn Þróttur er í eigu Hafnarfjarðarhafnar og hefur þjónað höfninni í meira en 50 ár. Ástand bátsins var orðið dapurt og kominn tími á endudrbætur. Ákveðið var að skoða hvað ætti að gera, en til greina kom jafnvel að farga honum. Hafnarfjarðarhöfn fékk Sætækni ehf sem ráðgjafa til að vinna málið með sér.

Veturinn 2019–2020 annaðist Sætækni ehf  ástandsgreiningu bátsins, og síðan greiningu á verkinu frá grunni, sem og kostnaðaráætlun, útboð og loks samningagerð. Samið var við Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Raunkostnaður var mjög nærri kostnaðaráætlun og ríkir nú mikil ánægja með þessar endurbætur.

Sjá nánar…

Hafnarfjarðarhöfn – Hamar

Lóðs- og dráttarbáturinn Hamar fer í slipp á tveggja ára fresti. Að þessu sinni, þ.e.a.s. árið 2018, fór báturinn í slipp hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar. Gerðar voru þykktarmælingar, skipið allt málað að utan og mælingar gerðar á skrúfubúnaði. Skipt var um allar stangir í stýrisvélum, en nýjar stangir eru úr gegnheilu ryðfríu stáli.

Sætækni ehf annaðist útboð og samning.

Sjá nánar…

Landhelgisgæsla Íslands – Þór

Í lok ársins 2015 var boðin út vinna við slipptöku á Þór, eða „Maintenance for patrol vessel Þór“ útboð hjá Ríkiskaupum V20159.
Verkið var umfangsmikið: að taka allar skrúfur skipsins, samtals 6 stk, í yfirhalningu, viðgerð eftir nokkur tjón, þ.á m. eftir skólaskipið Kruzenshtern, ásamt almálun o.fl.

Útboðið var allt unnið á ensku og verkið boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Sætækni ehf sá um tæknilýsingu útboðsins.

Landhelgisgæsla Íslands – Týr

Sumarið 2015 fór Týr í slipp hjá Stálsmiðjunni hf. Mikil vinna fór fram í skipinu: dekk voru vatnsblásin með 3000 bara þrýstingi og máluð frá grunni og gert var við tjón eftir rússneska skólaskipið Kruzenshtern. Öxuldraga þurfti báðar skrúfur o.s.frv.

Sætækni ehf sá um þessa framkvæmd að öllu leyti.

Hafnarfjarðarhöfn – Þróttur og Hamar

Sumarið 2014 fóru bæði Þróttur og Hamar aftur í slipp hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. Skipt var um stb  gír við aðalvél Hamars og settir upp nýir utanborðskælar fyrir báða gíra. Sætækni ehf annaðist hönnun, útboð, samninga og eftirlit.

Landhelgisgæsla Íslands – Þór

2013 / 2014 Fernanda, tjónauppgjör vegna tjóns sem varð á Þór og búnaði um borð þegar Fernöndu  var veitt aðstoð.

Huginn ehf

Í árslok árið 2012 gerði Sætækni ehf athugun á mögulegum breytingum á frysti- og kælikerfi uppsjávar- og vinnsluskipsins  Hugins VE 55.  Kælimiðill frysti- og kælikerfisins er ammoníak, NH3,  en athugað var hvort mögulegt væri að breyta kerfinu og nota CO2.

Verkefnið var viðamikið og þurfti að safna gögnum erlendis frá þar sem CO2 er lítt þekkt sem kælimiðill á Íslandi. Helstu niðurstöður voru að afkastaaukning í frystingu er að lágmarki 25% eftir breytingu, en þar sem breytingarnar eru mjög dýrar er arðsemi fjárfestingar óviss.

Hafnarfjarðarhöfn –  Þróttur og Hamar

Sumarið 2012 fóru bæði Þróttur og Hamar í slipp hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. Hamar var meðal annars öxuldreginn á báðum skrúfum. Sætækni ehf annaðist útboð, samninga og eftirlit.

Wave Operation hf

Blue Wave verksmiðjuskip gert út við norðvesturströnd Afríku.

Sætækni ehf sá um tæknilegan rekstur skipsins frá 2007 til 2011. Búið er að framkvæma ýmsar endurbætur á skipinu fyrir um 14 milljónir USD.

Hafrannsóknastofnun

Sætækni ehf sá um viðhald og endurbætur á Árna Frikssyni RE 200 og Bjarna Sæmundssyni RE 30 frá árinu 2000 til 2007.

Sólborg ehf

Ársæll  SH 88, útboð, slipptaka, ný skrúfublöð, vindukerfi o.fl.

Huginn ehf

Huginn VE 55, ný vinnsla, heilfrysting, útboð, samningar, verkefnisstjórn og uppgjör.

Hafrannsóknastofnun

Bjarni Sæmundsson RE 30, endurbætur fyrir 220 milljónir króna.

Sætækni ehf annaðist þarfagreiningu, kostnaðaráætlun, útboð og samninga í samráði við Ríkiskaup, eftirlit og uppgjör.

Verkefni fyrir Lloyd’s Register of Shipping – LRS

Sætækni ehf vann verkefni fyrir LRS vegna tjóns á aðalvél í uppsjávarskipinu Birtingi NK 124.

Þorbjörn Fiskanes hf

Sturla GK 12, leiðir til orkusparnaðar.

Huginn ehf
Í árslok árið 2012 gerði Sætækni ehf athugun á mögulegum breytingum á frysti- og kælikerfi uppsjávar- og vinnsluskipsins Hugins VE 55.  Kælimiðill frysti- og kælikerfisins er ammoníak, NH3,  en athugað var hvort mögulegt væri að breyta kerfinu og nota CO2.
 
Verkefnið var viðamikið og þurfti að safna gögnum erlendis frá þar sem CO2 er lítt þekkt sem kælimiðill á Íslandi. Helstu niðurstöður voru að afkastaaukning í frystingu er að lágmarki 25% eftir breytingu, en þar sem breytingarnar eru mjög dýrar er arðsemi fjárfestingar óviss.
 
Huginn ehf

Huginn VE 55, nýsmíði í Chile, 1999.
Tæknileg ráðgjöf, eftirlit, uppgjörsmál.

Grandi hf

Ásbjörn RE 50, nýr stýrisbúnaður, slipptaka, stálvinna o.fl.
Hönnun, útboð, eftirlit og uppgjör.

Hafrannsóknastofnun

Árni Friðriksson RE 200, nýsmíði í Chile.
Tæknileg ráðgjöf, eftirlit, uppgjörsmál.

Grandi hf

Þerney RE 101, nýtt vinnsludekk, lausfrysting o.fl. 2000.
Hönnun, kostnaðaráætlun, útboðslýsingar, eftirlit og uppgjör.

Hafnarfjarðarhöfn

Viðhald á Lóðsbátum o.fl., útboð, samningar, eftirlit og uppgjör.

Grandi hf

Örfirisey RE, Hönnun, útboðslýsingar – lenging og nýtt vinnsludekk. 1998.

Grandi hf

Snorri Sturluson RE 219, Breytingar á vinnslulínum, niðursetning nýra flökunarvéla. 1998.

Grandi hf

Karavæðing  um borð í Ótto N. Þorlákssyni RE 203 og Ásbirni RE 50.
Hönnun, útboðslýsing, samningar, eftirlit, uppgjör.