Rekstrarverkefni

Sætækni ehf hefur unnið að allmörgum verkefnum á sviði rekstrar og hagkvæmni eins og sjá má hér fyrir neðan:

Landhelgisgæsla Íslands LHG

Gunnar H. Sæmundsson var skipatæknistjóri Landhelgisgæslu Íslands frá byrjun febrúar og til loka nóvember 2013. Á þessum tíma annaðist Gunnar uppgjör á ábyrgðarmálum vegna nýsmíði varðskipsins Þórs og slipptöku á sjómælinga-skipinu Baldri. Eftir starfslok Gunnars í lok nóvember var samið um að Sætækni ehf annaðist tækniráðgjöf og umsjón með skipum LHG.

Huginn ehf

Í árslok árið 2012 gerði Sætækni ehf athugun á mögulegum breytingum á frysti- og kælikerfi uppsjávar- og vinnsluskipsins  Hugins VE 55.  Kælimiðill frysti- og kælikerfisins er ammoníak, NH3,  en athugað var hvort mögulegt væri að breyta kerfinu og nota CO2.
Verkefnið var viðamikið og þurfti að safna gögnum erlendis frá þar sem CO2 er lítt þekkt sem kælimiðill á Íslandi. Helstu niðurstöður voru að afkastaaukning í frystingu er að lágmarki 25% eftir breytingu, en þar sem breytingarnar eru mjög dýrar er arðsemi fjárfestingar óviss.

Wave Operation hf

Blue Wave verksmiðjuskip gert út við norðvesturströnd Afríku.
Sætækni ehf sá um tæknilegan rekstur skipsins frá 2007 til 2011. Búið er að framkvæma ýmsar endurbætur á skipinu fyrir um 14 milljónir USD.

Hafrannsóknastofnun

Sætækni ehf sá um viðhald og endurbætur á Árna Frikssyni RE 200 og Bjarna Sæmundssyni RE 30 frá árinu 2000 til 2007.

Brim hf

Kaldbakur EA1, tæknileg og kostnaðarleg athugun á að breyta skipinu í frystitogara.

Þorbjörn Fiskanes hf

Sturla GK 12, leiðir til orkusparnaðar.

Sjóvá Almennar hf – HB Grandi hf

Mat á tækjabúnaði fiskimjölsverksmiðju félagsins í Örfirisey.

Sjóvá Almennar hf – Útgerðarfélag Akureyrar hf.

Verðmat á öllum tækjum í landi.

Hampiðjan hf

Brynjun hf, rekstrarforsendur.

Sjóvá Almennar hf –  Grandi hf

Verðmat á öllum tækjum í landi.

Menntamálaráðuneyti

Úttekt á orkunámi við Tækniskóla Íslands (HR).

Fiskverkun Jónasar Ágústssonar hf.

Arðsemisathugun vegna lausfrystingar.