Fréttir

Lóðsbáturinn Hamar

15. okt. 2020

Hafnarfjarðarhöfn – Hamar

Lóðs- og dráttarbáturinn Hamar fer í slipp á tveggja ára fresti. Að þessu sinni, þ.e.a.s. árið 2018, fór báturinn í slipp hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar. Gerðar voru þykktarmælingar, skipið allt málað að utan og mælingar gerðar á skrúfubúnaði. Skipt var um allar stangir í stýrisvélum, en nýjar stangir eru úr gegnheilu ryðfríu stáli.

Sætækni ehf annaðist útboð og samning.

Sjá nánar…

Slipptaka lóðsbátsins Þróttar

19. des. 2019

Hafnarfjarðarhöfn – Lóðsbáturinn Þróttur

Lóðsbáturinn Þróttur er í eigu Hafnarfjarðarhafnar og hefur þjónað höfninni í meira en 50 ár. Ástand bátsins var orðið dapurt og kominn tími á endudrbætur. Ákveðið var að skoða hvað ætti að gera, en til greina kom jafnvel að farga honum. Hafnarfjarðarhöfn fékk Sætækni ehf sem ráðgjafa til að vinna málið með sér.

Veturinn 2019–2020 annaðist Sætækni ehf  ástandsgreiningu bátsins, og síðan greiningu á verkinu frá grunni, sem og kostnaðaráætlun, útboð og loks samningagerð. Samið var við Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Raunkostnaður var mjög nærri kostnaðaráætlun og ríkir nú mikil ánægja með þessar endurbætur.

Sjá nánar…

Faxaflóahafnir – landtengingar – skýrsla

10. sept. 2019

Sætækni ehf hefur unnið með Faxaflóahöfnum í verkefni um rafmagnsmál og greiningu á landtengingum í höfnunum. Skoðað er hverjar þarfir eru og hvort breyta þurfi þar einhverju til að útbúa landtengingar fyrir rafmagn þar.

Á vormánuðum 2019 skilaði Sætækni ehf af sér skýrslu til Faxaflóahafna og ber hún heitið Faxaflóahafnir – landtengingar. Þar er fjallað um rafmagnsmál og greiningu. Skýrslan fjallar nokkuð ítarlega um þarfir viðskiptavina Faxaflóahafna varðandi landtengingar, t.d. hvað þau þurfa mikið afl, hver er hentug spenna og hvaða raftíðni er um borð í skipum. Einnig er farið yfir áhrif jarðefnaeldsneytis á loftgæði og rætt um gróðurhúsaáhrif. Fjallað er um hvað hefur verið skrifað um landtengingar skipa í íslenskum höfnum. Skoðaðir eru möguleikar á því að bæta búnað fyrir landtengingu um borð í skipum. Gerð er grein fyrir því hvaða möguleikar eru í landi til að bæta tengingar með áherslu á háspennutengingar. Sagt er frá háspennutengingum í höfnum heimsins og yfirlit um það tekið saman í töflu. Sagt er frá því hvað aðrir eru að gera, bæði innanlands og erlendis, og tekin dæmi um það. Í skýrslunni er einnig fjallað um aðra orkugjafa eins og vetni.

Sætækni ehf hóf vinnu við þetta verkefni með gagnaöflun haustið 2016 og lauk henni vorið 2019 með útgáfu skýrslunnar Faxaflóahafnir – landtengingar.

Sætækni flytur í hús Sjávarklasans

11. sept. 2014

Sjávarklasinn hús

Gunnar Hörður Sæmundsson framkvæmdastjóri og eigandi Sætækni ehf telur það stórt framfaraskref að fyrirtækið skuli hafa komið sér upp skrifstofu í húsi Sjávarklasans, Ocean Cluster House.

Öll aðstaða í Sjávarklasanum er til fyrirmyndar, stórt sameiginlegt rými með eldunaraðstöðu og fjölda fundaherbergja sem eru vel tækjum búin.

Í Sjávarklasanum eru mörg ólík fyrirtæki sem tengjast sjávarútvegi á einn eða annan hátt og mynda þannig beint og óbeint sterkt tengslanet.