Um Sætækni ehf

Fyrirtækið Sætækni ehf var stofnað árið 1997 af Gunnari Sæmundssyni B.Sc. MBA.

Gunnar starfaði hjá Granda hf sem forstöðumaður tæknisviðs frá 1985 til 1997.

Sætækni ehf stundar sjálfstæða ráðgjöf á eftirtöldum sviðum:

  • Þarfagreining
  • Landtengingar
  • Hönnun
  • Útboðs- og tilboðsmál
  • Verkefnastjórnun
  • Eftirlit með framkvæmdum
  • Kælitækni
  • Skipulag viðhaldsmála
  • Skipulag vinnslulína
  • Tjónamál – uppgjör
  • Viðskiptasamningar
  • Kaup og sala á skipum

Sætækni ehf hefur mjög sterkt tengslanet sem nýtist í mörgum sérhæfðum verkefnum.

Sætækni ehf hefur unnið að mörgum landtengingarverkefnum, m.a. fyrir Faxaflóahafnir og Hafnarfjarðarhöfn. Um þessar mundir vinnur fyrirtækið að 1. áfanga framkvæmdaáætlunar um uppbyggingu landtenginga bæði á Hvaleyrar- og Suðurbakka í Hafnarfirði og er sá áfangi kominn í útboðsferli á Evrópska efnahagssvæðinu.

Sætækni ehf hefur verið starfrækt í 23 ár og hefur mikla reynslu varðandi verkefni á Íslandi og erlendis:

Eitt af stærri verkefnum á Íslandi er endurbygging rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar RE 30 þar sem Sætækni ehf vann þarfagreiningu, hönnun, kostnaðaráætlun, útboð, samningagerð, eftirlit og uppgjör.

Verkefni erlendis er m.a. rannsóknaskipið Árni Friðriksson RE 200, tæknileg ráðgjöf og uppgjörsmál. Skipið var smíðað í Chile. Sambærileg vinna var einnig unnin við uppsjávarskipið Huginn VE 55.

Rekstur og enduruppbygging á verksmiðjuskipinu Blue Wave, sem er skráð 7765 GT, 120 metrar á lengd og 19 metrar á breidd. Skipið er við veiðar í Afríku. Viðhald og endurnýjun hefur farið fram á Gran Kanarí.

Mikil reynsla hefur orðið til hjá Sætækni ehf í samskiptum og samningum við erlenda verktaka.