Viðhald,
endurbætur og nýsmíði

Reynsla Sætækni ehf og Gunnars H. Sæmundssonar spannar lagan tíma. Gunnar lærði ungur vélvirkjun hjá Vélsmiðju Hafnarfjarðar, sem annaðist alhliða viðgerðir á bátum og togurum. Eftir véltæknifræðinám réðst Gunnar til Bjærútgerðar Reykjavíkur og síðar Granda hf. Gunnar var þar forstöðumaður tæknisviðs og sem slíkur sá hann um skipulagningu og framkvæmd og viðhald tveggja stóra fiskvinnslustöðva og togara. Þegar togararekstur var sem mestur var fyrirtækið með 3 ísfisktogara, 3 siglingatogara (seldu ferskan fisk á markaði í Þýskalandi) og 3 frystitogara sem sjófrystu fisk.

Viðhald

Viðhaldskostnaður var mjög hár á árum áður. Þegar Gunnar byrjaði hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur var hlutfall viðhalds af heildarkostnaði við rekstur togara um 19%, en þegar Gunnar hætti störfum hjá Granda í lok árs 1997 var þetta hlutfall komið niður í tæp 7% af kostnaði.

Þessa reynslu hefur Sætækni ehf nýtt sér. Lykilatriði í því að ná tökum á viðhaldi og kostnaði sem af því hlýst er að  stunda skipulagt viðhald. Hvað er fólgið í því?

Ótímabærar bilanir geta haft gríðarlegan kostnað í för með sér.

Fyrirbyggjandi viðhald er nauðsynlegt til að til að auka öryggi í rekstri. Það er miklvægt að nýta sér þá reynslu. Þá verður t.d. til þekking á því hversu langur tími þarf að líða milli upptekta.

Það hefur færst í vöxt að að stunda meira ástandsskoðanir sem geta hjálpað til við að fullnýta betur búnað.

Til að halda utan um viðhald er mikilvægt að hafa kerfi, helst tölvukerfi, til að skrá allan búnað sem og allt sem gert er. Þetta auðveldar einnig aðkomu nýrra aðila að rekstri búnaðar.

Sætækni ehf hefur tekið að sér að sjá um viðhald skipa fyrir fyrirtæki og stofnanir, t.d. Hafrannsóknastofnun 2001–2007 og Landhelgisgæsluna 2013–2016, en hefur einnig séð um viðhald og endurbætur á lóðs-og dáttarbátum frá 2002, einkum fyrir Hafnarfjarðarhöfn.

Endurbætur

Endurbætur ná yfir ansi margt. Það er hægt að gera endurbætur á búnaði þannig að hann nýtist betur fyrir t.d ákveðna framleiðslu, og þarf þá bera saman hvað þessar endurbætur kosta miðað við nýjan búnað. Á starfstíð Gunnars hjá Granda hf  sá hann um stór verkefni þar sem ísfisktogurum var breytt í vinnsluskip. Þetta hafði í för með sér framkvæmdir upp á hundruð milljóna króna, en framkvæmd verkefna fór bæði fram í Póllandi og á Spáni.

Sætækni ehf tók að sér stórt verkefni fyrir Hafrannsóknastofnun þar sem komið er inn á flest það sem hefur áhrif á það hvort réttlætanlegt sé að fara endurbætur. Þetta eru atriði eins og þarfagreining, forgangsröðun, kostnaðarmat, líftími í rekstri og samanburður við nývirði.

Verkefnið snerist um endurbætur á Bjarna Sæmundssyni RE 30,  og var líftími endurbóta áætlaður 8 til 12 ár. Endurbætur voru gerðar 2002 og Bjarni er enn í rekstri.

Nýsmíði

Undanfarin ár hefur nýsmíði skipa tekið stakkaskipum. Búið er að endurnýja mikið af skipum, sem hafa verð smíðuð í Tyrklandi, Póllandi, Kína og víðar. Að mörgu þarf að hyggja við nýsmíði skipa. Sætækni ehf hefur reynslu af slíkum verkefnum bæði hvað varðar kaup og verkeftirlit. Á starfstíð sinni hjá Granda hf sá Gunnar um kaup og sölu á skipum og eitt af þeim skipum sem var keypt nýtt var Þerney RE 101.

Sætækni ehf tók að sér að fylgja eftir lokum á smíði á hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni RE 200 í Chile árið 2000 og síðan Huginn VE 2001.

Í nýsmíði er mikilvægt að fylgja gæðastöðlum. Tæknileg geta skipasmíðastöðva er mismikil. Sætækni ehf hefur mikla reynslu af þessu. Ef skip eru smíðuð í Norður–Evrópu eru væntingar um gæði í vinnubrögðum og efni svipuð því sem við þekkjum, en um leið og farið er til fjarlægra landa eins og Chile eða Kína er allt annað tæknistig og fagkunnátta. Eftirlit með smíði þarf að vera í samræmi við þessar staðreyndir.

Hér má sjá marvísleg verkefni sem Sætækni ehf hefur unnið að í tengslum við viðhald, endurbætur og nýsmíði.