Lóðsbáturinn Þróttur

3. des. 2019

Lóðsbáturinn Þróttur er í eigu Hafnarfjarðarhafnar og hefur þjónað höfninni í meira en 50 ár. Það var kominn tími á bátinn, ástand hans var orðið mjög dapurt. Ákveðið var að skoða hvað ætti að gera, en til greina kom jafnvel að farga honum. Hafnarfjarðarhöfn fékk Sætækni ehf sem ráðgjafa til að vinna málið með sér.

Ástandsgreining

Ákveðið var að fara í ástandsgreiningu á bátnum

 

og byrjað var á því að taka bátinn upp í nýju skipalyftuna hjá Trefjum á SuðurbakkanuHafnarfirði og gera ítarlega þykktarmælingu á stálinu í skrokk bátsins. Þykktarmæling kom mjög vel út og ljóst að lítið þyrfti að skipta um stál í skrokknum. Það var mat Sætækni ehf að nýr sambærilegur bátur myndi kosta yfir 100 milljónir króna enda er það í samræmi við mat tryggingarfélags bátsins. Eitt af því sem var líka krítískt í þessari athugun var aðalvél bátsins sem er af gerðinni Caterpillar 343, 351 ha,

1800 sn. árg. 1974, en gírinn er af gerðinni Twin Disc MG 514  og hlutföllin 4,5:1. Til greina kom að kaupa nýja vél í bátinn. Eftir ítarlega skoðun var nokkuð ljóst að samfara kaupum á nýrri vél hefði þurft að kaupa nýjan gír og skrúfubúnað. Kostnaðarmat benti til þess að nýr búnaður myndi kosta a.m.k. yfir 20 milljónir króna.

Annað sem skipti máli er að þó að Þróttur sé lóðsbátur, sem eru yfirleitt bátar sem eru notaðir til að flytja fólk, t.d. lóðsinn, en í tilfelli Þróttar,

sem var lengi vel eini báturinn í þjónustu Hafnarfjarðarhafnar, var það að hann notaður sem „púllari“ og er með spyrnukraft (Bollard Pull) ca 4 tonn. Þetta er nokkuð mikilvægt atriði og vildu starfsmenn Hafnarfjarðarhafnar gjarnan halda þessum eiginleika. Það sem skiptir fræðilega máli í þessu sambandi er að aflið (351 ha eða 283 kW) segir ekki nóg um hvað báturinn getur „púllað“ heldur þarf að skoða samhengið milli afls og snúningshraða. En það er samkvæmt eftirfarandi formúlu: 

inni.


P = T • ω

P  er aflið mælt í kW

T  er snúningsvægið mælt í Nm þar sem snúningsvægið T = F • L, þar sem F er kraftur mældur í N og L er armur mældur í metrum.

ω er hornhraði s−1 og hornhraðinn er ω = 2 • πn þar sem n er snúningshraði á hverja sekúndu.

Af þessu sést að snúningsvægið (e. Propeller torque) vex eftir því sem snúningshraðinn er minni.

Vegna þessara staðreynda var ákveðið að skoða hvort hægt væri að taka upp núverandi vélbúnað. Umboðsaðili Caterpillar á Íslandi er Klettur, en þar er fyrir hendi mikil reynsla og þekking og starfsmenn sem hafa unnið við þennan vélbúnað í áratugi. Klettur var tilbúinn til að gera tilboð/kostnaðarmat á upptekt á vél og gír.

 

Verkþáttagreining

 

Eftir þessar grunnathuganir á ástandi bátsins og skoðun á því hvaða möguleikar væru í stöðunni var ákveðið að gera kostnaðaráætlun fyrir endurbætur á Þrótti. Sætækni ehf gerði kostnaðar- og tímaáætlun fyrir verkið í heild sinni og voru niðurstöður eftirfarandi:

Verk og verkþættir fyrir skilgreindar endurbætur eru samkvæmt eftirfarandi lista:

 


Nr       Tími       Verk
              3            Þykktarmæling
2            7            Tíma-, verkþáttar- og kostnaðaráætlun
3            10          Hönnun – útboðslýsing
4            10          Útboð – slippur
5            5            Samningur – slippur
6            1            Slipptaka
7            7            Búnaður í skoðun, t.d. björgunarbátar
8            1            Þvottur – skrokkur
9            7            Stálviðgerðir á skrokk
10          4            Stálviðgerðir ofandekks
11          22          Sandblástur, skrokkur og dekk
12          2            Botnlokar
13          4            Botnmálun
14          4            Málun ofan sjólínu og ofandekks
15          5            Vél – undirbúningur
16          3            Tilboð í vélarupptekt
17          3            Vél úr bát og inn á vélaverkstæði
18          5            Málun vélarrúms
19          30          Vélarupptekt
20          5            Vél í bát
21          1            Sjósetning
22          2            Skipaskoðun
23          1            Prufukeyrsla

Ath.: Tíminn er mældur í sólahringum (dögum)

 

Verkþáttaáætlun

Þetta er aðferðafræði til að tengja saman öll verk og verkþætti og finna þau verk sem eru krítísk en það eru verk þar sem engin verktöf má verða til að tefja ekki heildarverktíma.

Á íslensku hefur þess þessi aðferð verið kölluð verkþáttagreining en á ensku Critical Path Method (CPM)

Hér að ofan má sjá verkþáttarit fyrir viðhald og endurbætur á Þrótti. Heildarverktími samkvæmt þessari greiningu er 80 dagar og þau verk sem eru krítísk eru 2, 3, 5, 6, 8, 17, 19, 20, 22, 23 og 24. Krítísk verk eru þau verk þar sem heildarhlaup og fríhlaup eru 0. Til að tímaáætlun standist þurfa krítísk verk og verkþættir að standast áætlun.

Oft eru notuð svokölluð bjálkarit til að sýna samhengi verka og verkþátta. Hér að neðan má sjá bjálkarit fyrir verkefnið:

Kostnaðaráætlun og raunkostnaður

Kostnaðaráætlun var gerð fyrir allt verkið og var hún undir 20 milljónum króna. Vinna við skrokkinn var boðin út í lokuðu útboði. Lægsta tilboð kom frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og var samið við það fyrirtæki. Samið var við Klett á grundvelli tilboðs frá þeim í upptekt á vél og gír.

Samanburður á kostnaðaráætlun og raunkostnaði sýnir að verkið fór lítillega fram úr áætlun. Kostnaður við slipp var sá sami og

áætlun gerði ráð fyrir, en kostnaður við vélarupptekt var um 20% meiri en áætlað var. Þessi munur var vegna þess að framdrifsgírinn var í verra ástandi en reiknað var með og það þurfti meira af varahlutum en áætlað var í upphafi. Endanlegur kostnaður við verkið allt saman var rúmar 20 milljónir króna og umframkostnaður innan við 10% af upprunalegri áætlun.

Ekki er annað að heyra á starfsmönnum Hafnarfjarðarhafnar en að þeir séu mjög ánægðir með þessar endurbætur á Þrótti.