Landtengingar

Síðan árið 2015 hefur Sætækni ehf komið að nokkrum verkefnum sem tengjast landtengingu skipa í höfnum.

En hvað er átt við með landtengingu skipa? Hér er átt við að skip geti tengst landrafmagni í stað þess að framleiða eigið rafmagn um borð í skipinu með ljósavél (rafstöð).

Hvað fæst með því að landtengjast? Segja má að ávinningurinn sé margvíslegur. Í fyrsta lagi minni mengun vegna þess að rafmagn frá landi er framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum og mengar ekki, en við keyrslu ljósavéla er í flestum tilfellum verið að brenna jarðefnaeldsneyti sem veldur mikilli mengun, bæði loftmengun og gróðurhúsaáhrifum. Í öðru lagi verður ekki til hljóðmengun sem getur skipt miklu máli þar sem hafnir eru bókstaflega inni í miðjum þéttbýliskjarna.

En er þetta svo mikið mál? Er ekki bara hægt að stinga í samband eins við gerum með rafmagnstæki heima hjá okkur? Hér má geta þess að á heimilum er afl mælt í fáeinum kW en í skipum er það mælt í hundruðum kW og sést af því hversu allt þarf að vera öflugra í tengslum við landtengingar skipa.

Reyndar hefur verið nokkuð mikil uppbygging á landrafmagni í höfnum landsins. Í langflestum höfnum er hægt að komast í þriggja fasa rafmagn sem 400 volt / 50 Hz. Með þessu er hægt að fá afl sem er um 67 kW.

Fyrir minni skip sem eru með þessa spennu og tíðni er þetta nægjanlegt.

Verkefnin sem Sætækni ehf hefur verið að vinna að tengjast því að koma á laggirnar mun öflugri landtengingum sem ráða við skip sem þurfa  allt að 800 kW og hægt verður að nota spennu sem er 440 v /690v / 60 Hz. Hægt er að velja úr fjölbreyttum lausnum og þarf að finna út hvað hentar á hverjum stað fyrir sig.

Hér má sjá marvísleg verkefni sem Sætækni ehf hefur unnið að í landtengingarmálum.