Sætækni ehf
Sjávarklasanum
101 Reykjavík
Sími 893 8065
saetaekni@saetaekni.is
gunnar@saetaekni.is
© 2021 Sætækni ehf
Rekstrarhagkvæmni
Viðhald & endurnýjun
Þarfagreining
Orkusparnaður
Landtengingar
Unnið af Garibalda ehf
15. okt. 2020
Sætækni ehf hefur nær alla tíð í rekstri Hamars séð um viðhald og endurbætur. Hamar var smíðaður hjá Skipasmíðastöðinni Ósey ehf í Hafnarfirði, en skrokkurinn var smíðaður í Póllandi og fluttur þaðan til Hafnarfjarðar með fragtskipi. Hamar var sérstaklega smíðaður fyrir Hafnarfjarðarhöfn og afhentur árið 2001.
Hamar er 17,2 m á lengd, breiddin er 6,25 m og dýptin er 3,12 metrar. Togkraftur mældur sem Bollard Pull er 18 tonn. Í bátnum eru tvær aðalvélar að gerð Caterpillar 3408, rúmlega 700 ha hvor fyrir sig, og tvær skrúfur í skrúfuhring.
Hamar er 17,2 m á lengd, breiddin er 6,25 m og dýptin er 3,12 metrar. Togkraftur mældur sem Bollard Pull er 18 tonn. Í bátnum eru tvær aðalvélar að gerð Caterpillar 3408, rúmlega 700 ha hvor fyrir sig, og tvær skrúfur í skrúfuhring. Báturinn er vel búinn innandyra með eldunaraðstöðu og WC með sturtu.
Eftir tuttugu ár í rekstri var kominn tími á að endurnýja málningu og málningarkerfi bátsins. Slíkt er gert með því að fjarlægja núverandi málningu alveg inn að stáli og byggja upp nýtt kerfi. Oftast er þetta gert með sandblæstri en í seinni tíð hefur einnig verið notast við vatnsblástur með miklum þrýstingi, ca 3000 bar, til að ná sama árangri og næst með sandblæstri. Við sandblástur er yfirleitt hætta á sandryki sem fer út í andrúmsloftið og getur borist víða með mikilli mengun. Vatnsblástur veldur engu sandryki og er því mun umhverfisvænni, enda vatn notað í stað sands. Vegna þessarar
loftmengunar sem fylgir sandblæstri er hann víða bannaður, sérstaklega þegar slippur er í þéttbýli. Til að ná góðum árangri í sandblæstri er miðað við að ná staðli AS 2.5 (ISO SA 241/2). Sambærilegt í vatnsblæstri er WJ-2. Ekki er nóg að setja kröfur, þessu þarf að fylgja eftir með stífu eftirliti fagaðila.
Öll verkefni fyrir Hamar í slipp voru skilgreind og sett í útboðslýsingu og verkið boðið út. Skipasmíðastöð Njarðvíkur var með eina gilda tilboðið og var samið við það fyrirtæki um verkið.
Óhætt er að fullyrða að verkið hafið tekist einstaklega vel. Nýtt málningarkerfi var samkvæmt verklýsingu Hempels og öll málning frá þeim framleiðanda. Eftirlit með vatnsblæstri og málningarvinnu var í höndum fulltrúa frá Hempels. Veigamikill þáttur í því hvað málningarvinna tókst vel til var að hægt var að mála skipið innandyra þannig að veðurfar hafði lítil sem engin áhrif, en rétt er að hafa í huga að málningarvinna var öll unnin um hávetur, eða í desember 2020.
Sætækni ehf
Sjávarklasanum
101 Reykjavík
Sími 893 8065
saetaekni@saetaekni.is
gunnar@saetaekni.is
© 2021 Sætækni ehf
Rekstrarhagkvæmni
Viðhald & endurnýjun
Þarfagreining
Orkusparnaður
Landtengingar
Unnið af Garibalda ehf