Rekstur

Sætækni ehf hefur unnið mikið að rekstrarmálum útgerða. Felast þau verkefni einkum í að hagræða í rekstri með einum eða öðrum hætti.

Gunnar Hörður Sæmundsson, eigandi og stofnandi Sætækni ehf, starfaði um 15 ára skeið sem forstöðumaður tæknisviðs hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur og síðar Granda hf sem forstöðumaður tæknisviðs.

Gunnar tók þátt í framkvæmdastjórn fyrirtækisins þar sem haldnir voru samráðsfundir framkvæmdastjórnar tvisvar í viku þessi 15 ár. Grandi hf varð til við sameiningu tveggja fyrirtækja, þ.e.a.s. Bæjarútgerðar Reykjavíkur og Ísbjarnarins, og seinna sameinaðist Hraðfrystistöð hf Granda hf.

Við þessa sameiningu varð gríðarlega hagræðing, t.d. fækkaði starfsstöðvum þessara fyrirtækja úr 14 í þrjár.

Gunnar stofnaði Sætækni ehf í ársbyrjun 1998 og stuttu síðar fyrirtækið Mergi ehf sem annaðist sölu og dreifingu á fullkomnum olíuhreinsikerfum og brennsluhvata sem heitir Mergi.

Í öllum rekstri eru fjárfestingar mikilvægar. Það er einnig mjög mikilvægt að meta vægi fjárfestingarinnar, hverju er hún að skila, núvirða. Einnig er mikilvægt að meta hvaða áhrif fjárfesting hefur á alla starfsemi fyrirtækisins.

Til að styrkja Sætækni ehf í rekstarráðgjöf fór Gunnar í meistaranám  í hagfræði og stjórnun MBA við Háskólann í Reykjavík

Sætækni ehf ásamt fleirum stofnuðu fyrirtækið Blue Wave Ltd. Fyrirtækið rak verksmiðjuskipið Blue Wave frá 2007 til 2012, en það skip er enn í rekstri og heitir nú Saga. Þetta var umfangsmikill rekstur þar sem árlegar tekjur gátu náð 30 milljónum USD. Gríðarleg reynsla varð til hjá Sætækni ehf á rekstri við erfið skilyrði erlendis.

Hér má sjá marvísleg verkefni sem Sætækni ehf hefur unnið að varðandi rekstur og hagkvæmni.